Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   mán 22. apríl 2024 20:03
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg: Trúum að við getum gert eitthvað sérstakt
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fjórða mark Burnley í 4-1 sigri gegn Sheffield United um helgina. Jóhann segir við Daily Mail að leikmenn trúi því að þeir geti náð að halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley er í nítjánda sæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar liðið á fjóra deildarleiki eftir.

„Við trúum að við getum framkvæmt eitthvað sérstakt. Það eru fjórir bikarúrslitaleikir eftir en við erum allir í þessu saman í klefanum," segir Jóhann Berg.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum í erfiðri stöðu en við þurfum að trúa því að við getum fengið eitthvað úr hverjum einasta leik."

Burnley hefur tapað einum af síðustu sjö deildarleikjum en talsvert hefur verið um jafntefli. Jóhann segir að Vincent Kompany, stjóri liðsins, blási trú í lið sitt.

„Hann trúir því að við getum haldið okkur. Hann hefur sagt það frá degi eitt og segir það enn."

Burnley á eftir að mæta Manchester United, Newcastle, Tottenham og Nottingham Forest.
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner