Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 22. apríl 2024 10:04
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn hafa örugglega aldrei skammast sín eins mikið eftir sigur í stórum leik
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Jamie Carragher segir að sigur Manchester United gegn Coventry í gær hafi verið heppnissigur og að leikmenn liðsins hljóti að hafa skammast sín í klefanum eftir leikinn.

Hann segir að frammistaða United hafi verið það slæm að þrátt fyrir að hafa komist í bikarúrslitaleikinn þá sé ljóst að Erik ten Hag geti ekki haldið starfi sínu eftir sumarið.

United komst í 3-0 en Coventry jafnaði og var hársbreidd fyrir því að skora sigurmarkið. Leikurinn fór í vítakeppni þar sem United hafði betur og mun mæta Manchester City í úrslitum.

„Ég held að þessi leikur hafi kostað stjóra Man United starfið, ég sé ekki hvernig hann getur haldið starfinu. Þetta er svona frammistaða eftir frammistöðu," segir Carragher.

„Ég get ímyndað mér að leikmenn hafi aldrei skammast sín jafnmikið í klefanum eftir að hafa unnið stóran leik. Leikmennirnir sitja væntanlega og bara horfa á hvorn annan, þeir vita ekki hvort þeir eigi að fagna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner