Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 08:55
Elvar Geir Magnússon
Unnu sinn fyrsta titil í 92 ár
Mynd: EPA
Það ríkir mikil gleði hjá stuðningsmönnum Go Ahead Eagles sem varð í gær hollenskur bikarmeistari í fyrsta sinn.

Þetta var fyrsti titill liðsins síðan 1933, þegar það varð hollenskur meistari í fjórða sinn.

Go Ahead Eagles sitja sem stendur í sjöunda sæti í hollensku deildinni en þeir unnu AZ Alkmaar í úrslitaleik í Rotterdam.

Allt stefndi í sigur AZ þegar umdeild vítaspyrna var dæmd í uppbótartíma og staðan varð jöfn 1-1. Ekkert var skorað í framlengingu og úrslitin réðust í vítakeppni.

Belgíski markvörðurinn Jari De Busser, sem hafði átt stórleik í gegnum 120 mínútur, var hetjan í vítakeppninni og varði tvær spyrnur.


Athugasemdir
banner
banner