Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
Turnar Segja Sögur: Pizzagate
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir á botninum og Þróttarar stimpla sig í toppbaráttu
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Leiðin úr Lengjunni: Njarðvíkingar fara á toppinn og falldraugurinn svífur yfir Árbænum
Útvarpsþátturinn - Boltabullur, markamet og enski boltinn
Turnar Segja Sögur: Gullit&Rijkaard
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Tveggja Turna Tal - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Turnar segja sögur: El Fenomeno
Útvarpsþátturinn - Verslunarmannahelgin með Túfa
Leiðin úr Lengjunni - Ekkert batnar í Árbænum og HK féll á stóra prófinu
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner