Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner