Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Hugarburðarbolti GW 4 Risa Manchester slagur
Betkastið - Uppgjör og lið ársins í 2&3. deild
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner