Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Afturelding vs RÚV
Tveggja Turna Tal - Ívar Ingimarsson
Hugarburðarbolti Þáttur 14 Liverpool óstöðvandi!
Enski boltinn - Hvers konar vél er hann eiginlega búinn að smíða?
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Hugarburðarbolti Þáttur 13 GW12 Man City tapaði fimmta leiknum í röð!
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner