Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner