Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Hugarburðarbolti GW 37 Lokaleikur í Liverpool !
Tveggja Turna Tal - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal
Enski boltinn - Besti dagur lífsins og Sunderland í dauðafæri
Betkastið - Heiðar Helguson & Oliver Heiðarsson
Útvarpsþátturinn - Meistarar slegnir út og Arnór Gauti gestur
Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað
Tveggja Turna Tal - Samantha Smith
Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!
Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Tveggja Turna Tal - John Andrews
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
   sun 22. maí 2016 15:20
Fótbolti.net
Sigurður Grétar: Myndi ekki flokka mig sem listamann
Sigurður Grétar Benónýsson.
Sigurður Grétar Benónýsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV, hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í upphafi tímabils. Hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum en þetta eru fyrstu leikir þessa tvítuga stráks í efstu deild. Í fyrra lék hann með KFS í 3. deildinni.

„Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram," sagði Sigurður Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

„Ég er bara með fókusinn á sjálfum mér og hef rosalega gaman að því sem ég er að gera. Það er stemning í Eyjum."

Talað hefur verið um Sigurð Grétar sem „sveita-striker" sem hleypur mikið og sýnir vinnusemi. Hann tekur alveg undir þá líkingu.

„Ég myndi ekki flokka mig sem listamann, ég er meiri ruslakall og vinn fyrir liðið."

„Við erum með marga góða leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum. Það er eins gott að við séum á tánum. Ef við höldum áfram að spila svona þá getum við unnið hverja sem er."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner