Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 22. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði kveður Bolton (Staðfest)
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson mun í sumar yfirgefa Bolton þegar samningur hans við félagið rennur út. Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlum í morgunsárið.

Selfyssingurinn hefur leikið með Bolton frá 2022 en hann gekk í raðir félagsins frá Millwall. Hann hefur alls spilað 94 leiki fyrir Bolton og skorað í þeim 25 mörk.

„Ég var ekki á besta staðnum andlega þegar ég skrifaði hérna undir en þetta félag og stuðningsmannahópurinn hjálpaði mér að finna mig sjálfan aftur," segir Jón Daði.

„Framtíðin er björt fyrir þetta frábæra fótboltafélag."

Bolton, sem hefur verið mikið Íslendingafélag í gegnum tíðina, tapaði gegn Oxford í úrslitaleik umspilsins í C-deildinni á Englandi og leikur því áfram í þeirri deild á næstu lektíð.

Það verður áhugavert að sjá hvað hinn 31 árs gamli Jón Daði gerir á næsta tímabili. Hann hefur leikið á Englandi frá 2016 en hann hefur einnig spilað með Wolves og Reading þar í landi.

Þá á hann 64 A-landsleiki fyrir Ísland en í þeim hefur hann gert fjögur mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner