Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 22. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América: Brereton Díaz kom við sögu í jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Perú 0 - 0 Síle

Perú og Síle áttust við í öðrum leik Copa América mótsins sem haldið er í Bandaríkjunum.

Reynsluboltinn Alexis Sánchez var í byrjunarliði Síle ásamt Marcelino Nunez, mikilvægum hlekki í liði Norwich, og Erick Pulgar fyrrum leikmanni Fiorentina og Bologna.

Ben Brereton Díaz, leikmaður Sheffield United á Englandi, fékk að spreyta sig á 65. mínútu en tókst ekki að skora sigurmarkið í markalausri viðureign.

Síle var sterkari aðilinn í nokkuð bragðdaufum leik en tókst ekki að skapa sérlega mikla hættu við mark Perú. Sánchez fékk besta færi leiksins en brást bogalistin þegar hann lyfti boltanum yfir markið af fimm metra færi.

Viðureignin einkenndist af mikilli hörku og baráttu þar sem mikið var um brot þó að aðeins fjögur gul spjöld hafi farið á loft.

Argentína og Kanada eru einnig í A-riðli ásamt Perú og Síle. Argentína trónir þar á toppinum eftir 2-0 sigur gegn Kanada.
Athugasemdir
banner
banner