Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 22. júní 2024 14:57
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Hendurnar flæktust fyrir Tékkum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Georgía 1 - 1 Tékkland
1-0 Georges Mikautadze ('45+4, víti)
1-1 Patrick Schick ('59)

Georgía og Tékkland mættust í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu og byrjuðu Tékkar af miklum krafti, en Giorgi Mamadarshvili átti stórleik á milli stanga Georgíu og varði hvert dauðafærið fætur öðru.

Tékkar komu boltanum í netið á 23. mínútu en markið dæmt ógilt eftir athugun í VAR, vegna hendi í aðdragandanum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks var svo aftur dæmd hendi eftir athugun í VAR og aftur féll ákvörðunin gegn Tékkum.

Í þetta skiptið var dæmd vítaspyrna eftir að boltinn skoppaði í hendi leikmanns Tékka innan teigs og skoraði Georges Mikautadze örugglega af vítapunktinum.

Tékkar héldu áfram að sækja í sig veðrið í síðari hálfleik og náðu að gera jöfnunarmark á 59. mínútu, þegar Patrick Schick skoraði eftir hornspyrnu. Skalli Tékka hafnaði í stönginni og hrökk boltinn af Schick og þaðan í netið.

Tékkar sóttu áfram á lokakaflanum en þeim tókst ekki að skora sigurmark framhjá þéttri vörn Georgíu, sem virtist sætta sig við jafntefli þrátt fyrir tap í fyrstu umferð.

Lokatölur 1-1 og eiga þessar tvær þjóðir afar veika von um að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópumótsins.

F-riðill:
1. Tyrkland 3 stig (1 leikur)
2. Portúgal 3 stig (1 leikur)
3. Tékkland 1 stig (2 leikir)
4. Georgía 1 stig (2 leikir)


Athugasemdir
banner
banner