Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 22. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ipswich berst um Ioannidis - Orðaður við Fulham og West Ham
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Gríski framherjinn Fotis Ioannidis var orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Fulham í vor en í dag eru tvö önnur lið að berjast um hann.

Annað þeirra er Ipswich, sem eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, og segir Fabrizio Romano að félagið sé búið að leggja fram tilboð í framherjann.

Tilboðið frá Ipswich nemur 25 milljónum evra, en Bologna hefur lagt fram svipað tilboð sem er þó aðeins lægra og ætti að hljóða upp á 20 milljónir.

Ioannidis er 24 ára gamall framherji Panathinaikos og gríska landsliðsins. Hann er samningsbundinn Panathinaikos næstu þrjú árin og ætlar gríska félagið að bíða með að samþykkja kauptilboð í hann.

Panathinaikos er sagt vera að bíða eftir að annað úrvalsdeildarfélag leggi fram tilboð áður en ákvörðun verður tekin.

Óljóst er hvert Ioannidis vill fara, en Bologna tryggði sér afar óvænt sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Ioannidis er samherji Harðar Björgvins Magnússonar hjá Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner