Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 22. júní 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Sjáðu brenglaða tölfræði - Sjálfsmörkin markahæst
Mynd: EPA

Í kvöld lauk 2. umferð riðlakepninnar á Evrópumótinu þegar Belgar kláruðu Rúmena 2-0. Margir finna til með Romelu Lukaku, leikmanni Belgíu, en hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum mótsins sem hafa verið dæmd af.


Tvö mörk hafa verið dæmd af vegna rangstöðu en eitt markið var dæmt af þar sem sóknarmaður Belga kom við boltann með hendinni í aðdraganda marksins.

Ef þessi þrjú mörk Romelu Lukaku myndu öll standa væri hann markahæsti maður mótsins. Það munar svo litlu að Lukaku væri búinn að eiga þessa glæsilegu byrjun á mótinu í markaskorun. Þrjú mörk í tveimur leikjum væri stórkostleg tölfræði.

Hins vegar eru sjálfsmörkin markahæst á Evrópumótinu eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Annars eru þeir Georges Mikautadze, leikmaður Georgíu, Jamal Musiala, leikmaður Þýskalands, og Ivan Schranz, leikmaður Slóvaka, markahæstu menn mótsins til þessa, allir með tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner