Ítalski landsliðsvarnarmaðurinn Riccardo Calafiori er á barmi þess að ganga í raðir Arsenal en íþróttafréttamaðurinn Matteo Moretto segir að hann sé væntanlegur í læknisskoðun í þessari viku.
Viðræður hafa staðið yfir síðustu vikur milli Arsenal og Bologna en loksins hafa félögin náð samkomulagi.
Reiknað er með því að Calafiori skrifi undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið.
Talað er um 50 milljóna evra kaupverð en Basel, hans fyrrum félag, fær stóran hluta af þeirri upphæð.
????????????????? https://t.co/9vNcsK5umo
— Matteo Moretto (@MatteMoretto) July 21, 2024
Athugasemdir