Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Orri vill vera markahæstur: Markmiðið að skora 15-20 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það tók Orra Stein Óskarsson aðeins sjö mínútur að skora fyrsta markið er FC Kaupmannahöfn lagði Lyngby að velli í fyrstu umferð nýs tímabils í efstu deild danska boltans.

Það eru miklar væntingar bornar til Orra Steins sem hefur verið afar eftirsóttur í sumar. Hann skoraði eitt mark í dag en klúðraði einnig dauðafæri og svo var mark dæmt ógilt vegna rangstöðu eftir athugun í VAR herberginu.

„Ég var mjög hættulegur í dag og ég er fullur af sjálfstrausti. Markmið tímabilsins er að vera markahæstur í deildinni," sagði Orri Steinn eftir sigurinn.

„Einhverjir segja að ég ætti að stefna á að bæta met Robert Skov en mér finnst það full háleitt markmið. Segjum bara 15-20 mörk."

Robert Skov skoraði 29 mörk á einu tímabili í dönsku deildinni tímabilið 2018-19, sem er met. Þar bætti hann markamet Ebbe Sand frá tímabilinu 1997-98.

Orri er 19 ára gamall og skoraði 10 mörk í 27 deildarleikjum í fyrra. Í heildina skoraði hann 15 og gaf 8 stoðsendingar í 41 leik í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner