Keflavík fór til Eyja í dag og spilaði þar við ÍBV í miklum rokleik, erfitt var að spila boltanum og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var sáttur að ná í stig í Eyjum.
,,Við erum ánægðir með frammistöðuna í seinni hálfleik sem að nærri tryggði okkur þrjú stig en við erum óánægðir með frammistöðuna í fyrri hálfleik en ég held að sanngjörn úrslit séu jafntefli".
Keflvíkingum hefur gengið brösulega að ná í tvo sigra í röð og tókst það ekki heldur hjá þeim í dag.
,,Það eru aðrir menn sem hafa verið að tala um það en þetta kemur. Það er kominn miklu meiri stöðugleiki á Keflavíkurliði, frammistaðan er farinn að vera stöðugri og mér finnst vélin vera kominn í gang".
Endre Ove Brenne var fluttur með sjúkrabíl vegna höfuðhöggs sem hann fékk.
,,Það opnaðist djúpur skurður á enninu á honum og hann er kominn til baka. Hann var saumaður að Vestmannaeyskum sið og er kominn aftur í klefann".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir