Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 22. ágúst 2019 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búi: Dómgæslan í sumar orðin þreytt
Mynd: Hulda Margrét
„Svekkjandi, vildum sigurinn. Við áttum að gera betur og klúðrum þessu í byrjun þegar við fáum markið á okkur," sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 - 1 Afturelding.

„Fyrstu mínúturnar hafa ekki verið góðar í sumar, hvorki í fyrri né seinni. Við höfum reynt að laga það en við vorum ekki nægilega tilbúnir í dag."

„Í hálfleik leystum við taktíkina sem gekk vel og við stigum upp í seinni hálfleik eftir það."

Mikill hiti var í leiknum og mátti heyra vel í báðum varamannabekkjum köll inn á völlinn þegar ósætti var með dómgæsluna.

„Þetta er búið að vera leikur okkur í sumar að dómarinn hafi dæmt öll 50:50 atriði hinu liðinu í vil, það er ósköp einfalt.

„Þetta er orðið þreytt. Það er dæmt brot á okkur sem svo er ekki dæmt fyrir okkur samskonar brot, skil þetta ekki."


Fyrirliðinn Ásgeir Þór Ingólfsson lék sem framherji stærstan hluta leiksins í kvöld og var Búi spurður út í þá ákvörðun sína.

„Ásgeir er gamall refur og við vildum prufa eitthvað nýtt."

Búi var að lokum spurður út í framhaldið og má heyra hvað hann hafði um það að segja í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner