Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 22. ágúst 2019 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búi: Dómgæslan í sumar orðin þreytt
Mynd: Hulda Margrét
„Svekkjandi, vildum sigurinn. Við áttum að gera betur og klúðrum þessu í byrjun þegar við fáum markið á okkur," sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 - 1 Afturelding.

„Fyrstu mínúturnar hafa ekki verið góðar í sumar, hvorki í fyrri né seinni. Við höfum reynt að laga það en við vorum ekki nægilega tilbúnir í dag."

„Í hálfleik leystum við taktíkina sem gekk vel og við stigum upp í seinni hálfleik eftir það."

Mikill hiti var í leiknum og mátti heyra vel í báðum varamannabekkjum köll inn á völlinn þegar ósætti var með dómgæsluna.

„Þetta er búið að vera leikur okkur í sumar að dómarinn hafi dæmt öll 50:50 atriði hinu liðinu í vil, það er ósköp einfalt.

„Þetta er orðið þreytt. Það er dæmt brot á okkur sem svo er ekki dæmt fyrir okkur samskonar brot, skil þetta ekki."


Fyrirliðinn Ásgeir Þór Ingólfsson lék sem framherji stærstan hluta leiksins í kvöld og var Búi spurður út í þá ákvörðun sína.

„Ásgeir er gamall refur og við vildum prufa eitthvað nýtt."

Búi var að lokum spurður út í framhaldið og má heyra hvað hann hafði um það að segja í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner