„Svekkjandi, vildum sigurinn. Við áttum að gera betur og klúðrum þessu í byrjun þegar við fáum markið á okkur," sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 1 Afturelding.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 1 Afturelding.
„Fyrstu mínúturnar hafa ekki verið góðar í sumar, hvorki í fyrri né seinni. Við höfum reynt að laga það en við vorum ekki nægilega tilbúnir í dag."
„Í hálfleik leystum við taktíkina sem gekk vel og við stigum upp í seinni hálfleik eftir það."
Mikill hiti var í leiknum og mátti heyra vel í báðum varamannabekkjum köll inn á völlinn þegar ósætti var með dómgæsluna.
„Þetta er búið að vera leikur okkur í sumar að dómarinn hafi dæmt öll 50:50 atriði hinu liðinu í vil, það er ósköp einfalt.
„Þetta er orðið þreytt. Það er dæmt brot á okkur sem svo er ekki dæmt fyrir okkur samskonar brot, skil þetta ekki."
Fyrirliðinn Ásgeir Þór Ingólfsson lék sem framherji stærstan hluta leiksins í kvöld og var Búi spurður út í þá ákvörðun sína.
„Ásgeir er gamall refur og við vildum prufa eitthvað nýtt."
Búi var að lokum spurður út í framhaldið og má heyra hvað hann hafði um það að segja í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir