Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. ágúst 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Frábær sigur Víkinga á Íslandsmeisturunum
Víkingar fagna sigrinum eftir leikinn í kvöld.
Víkingar fagna sigrinum eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 Valur
1-0 Kwame Quee ('23 )
2-0 Viktor Örlygur Andrason ('28 )
Lestu um leikinn

Víkingur vann magnaðan sigur á Valsmönnum í eina leik kvölsins í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Valsmenn hafa ekki spilað frábærlega í sumar en voru samt sem áður á toppnum fyrir þennan leik. Víkingar eru komnir upp að hlið þeirra núna.

Heimamenn mættu miklu áræðnari í leikinn og þeir tóku forystuna á 23. mínútu þegar Kwame Quee skoraði eftir undirbúning frá Pablo Punyed.

Stuttu síðar fór Viktor Örlygur Andrason illa með varnarmenn Vals og kom hann Víkingum í 2-0.

Víkingar hefðu hæglega getað bætt við þriðja markinu fyrir leikhlé en Víkingur fór inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu.

Það var meira líf í Valsmönnum í byrjun seinni hálfleiks en þeir voru ekki mjög líklegir til að skora. Á 82. mínútu komust þeir mjög nálægt því en Sölvi Geir Ottesen bjargaði með ótrúlegum hætti.

Sú björgun reyndist mjög nauðsynleg fyrir Víkinga því Valur minnkaði muninn undir blálokin. Sverrir Páll Hjaltested minnkaði muninn en það var nánast síðasta snerting leiksins. Valur fékk ekki annað færi til að jafna.

Lokatölur 2-1 fyrir Víkinga sem eru í öðru sæti með 36 stig. Valsmenn eru á toppnum á markatölu. Þetta er spennandi og þannig viljum við hafa það. Breiðablik er með stigi minna en þessi lið, og eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner