Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 22. ágúst 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp fannst Liverpool verðskulda meira - Rangstaða og tafir
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var mjög svekktur eftir tap gegn erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur farið illa af stað og er aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki.

„Þeir voru agressívari til að byrja með og náðu að skora. Svo tókum við leikinn yfir. Við vorum óheppnir í ákveðnum stöðum. Gegn liði eins og United þá hefði verið gott að ná jafna fyrir leikhlé og fara inn í hálfleikinn 1-1."

„Seinna markið hjálpaði ekki og svo var mikið um að vera eftir að við minnkuðum muninn. Þetta eru klárlega ekki úrslitin sem við vildum."

Klopp sagði að sínir menn hefðu ekki verið tilbúnir í byrjun og hefðu þurft að aðlagast. Hann vildi meina að annað mark United hafi verið rangstaða en VAR tók ekki í sömu mynt.

„Það er erfitt að samþykkja þetta annað mark, þetta var rangstaða," sagði Klopp sem var líka ósáttur við það hversu litlu var bætt við. Hann talaði um það á fréttamannafundi að klukkan hefði fengið að tifa án þess að fótbolti væri spilaður.

„Við erum í erfiðri stöðu hvað varðar meiðsli. Við fórum í gegnum síðustu viku með 14-15 leikmenn heila heilsu og við verðum að passa núna að þeir meiðist ekki. Við áttum skilið að vinna leikinn. Kannski er fáránlegt að segja það, en þannig sá ég þetta."

„Staðan er áhyggjuefni en þannig er það bara. Við undirbúum okkur fyrir næstu leiki."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner