Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 22. september 2018 16:23
Gunnar Logi Gylfason
Pepsi-kvenna: Íslandsmeistararnir enduðu á tapi
Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2018 en Blikarnir töpuðu í lokaumferðinni.
Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2018 en Blikarnir töpuðu í lokaumferðinni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Stjarnan vann Þór/KA.
Stjarnan vann Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni er lokið í Pepsi-deild kvenna en úrslitin á toppi og botni deildarinnar voru ráðin fyrir umferðina. Breiðablik var búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

FH og Grindavík, sem mættust í síðasta leiknum, voru fallin.

Valskonur tóku á móti nýkrýndum Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks og gerðu sér lítið fyrir og komust í 3-0 þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum. Blikar vöknuðu aðeins við þetta og minnkuðu muninn, Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þau bæði.

Nær komust Íslandsmeistararnir ekki og tap staðreynd. Það skiptir nákvæmlega engu máli fyrir þær enda fullkomið tímabil á enda.

Stjörnukonur fengu Þór/KA, Íslandsmeistara síðasta árs, í heimsókn en um var að ræða leik milli liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Heimakonur komust í 1-0 um miðbik fyrri hálfleiks með marki Láru Kristínar Pedersen og tvöfaldaði Guðmunda Brynja Óladóttir forystuna í seinni hálfleik. Ekki var meira skorað og Stjörnusigur staðreynd, sem skipti litlu enda voru Akureyringar öruggir í öðru sæti fyrir leikinn og Stjörnukonur í því þriðja.

Í uppgjöri fallliðanna, sem fram fór í Grindavík, unnu heimakonur 2-0 sigur. Grindvíkingar enda með 13 stig í 9. sæti en FH-konur aðeins með 6 stig í því tíunda.

HK/Víkingur tók á móti KR. HK/Víkingur eru nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel á tímabilinu.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og enda heimakonur í 7. sæti en KR-ingar í því áttunda.

Hinir nýliðarnir, Selfoss, tóku á móti ÍBV. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á lokamínútunum fengu Selfyssingar víti sem Magdalena Anna Reimus skoraði úr og tryggði heimakonum öll þrjú stigin.

Selfyssingar enda í 6. sæti en ÍBV í 5. sæti.

Valur 3 - 2 Breiðablik
1-0 Dóra María Lárusdóttir ('19)
2-0 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('35)
3-0 Fanndís Friðriksdóttir ('55)
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('69)
3-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('84)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 2 - 0 Þór/KA
1-0 Lára Kristín Pedersen ('23)
2-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('64)
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 2 - 0 FH
1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('23)
2-0 Rio Hardy ('84, víti)
Lestu nánar um leikinn

HK/Víkingur 0 - 0 KR
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 1 - 0 ÍBV
1-0 Magdalena Anna Reimus ('90, víti)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner