Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 14:47
Elvar Geir Magnússon
Roma gerði mistök við leikskýrslugerð - Dæmt 0-3 tap
Amadou Diawara í baráttu við Samuel Di Carmine í leiknum.
Amadou Diawara í baráttu við Samuel Di Carmine í leiknum.
Mynd: Getty Images
Roma hefur verið dæmt 0-3 tap gegn Hellas Verona í ítölsku A-deildinni fyrir að tefla fram ólöglegu liði.

Leikurinn sem fór fram á laugardag endaði 0-0 en miðjumaðurinn Amadou Diawara var skráður á rangan hátt á leikskýrslu.

Hann var flokkaður sem U22 ára leikmaður en varð 23 ára gamall í sumar. Hann er því ekki lengur löglegur á U22 listanum sem hann var á síðasta tímabil.

Um var að ræða leik í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar.

Roma hefur mótmælt þessari ákvörðun og segir að mistökin hafi ekki haft nein áhrif á leikinn. Það hafi verið fjögur laus pláss á aðalliðslistanum og þar hefði verið hægt að skrá Diawara.
Athugasemdir
banner
banner
banner