Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 22. september 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli fagnaði fyrir framan þjálfara sem sagði hann „heilalausan"
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli skoraði og lagði upp þegar lið hans, Adana Demirspor, kom til baka og náði í 3-3 jafntefli gegn Besiktas í tyrknesku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Adana Demirspor lenti 3-0 undir en sýndi magnaðan karakter með því að koma til baka.

Balotelli gleymir ekki. Árið 2013 þá átti sér stað frægt atvik í æfingaleik hjá Manchester City; Balotelli hælaði boltann fram hjá þegar hann var einn á móti markverði, og var í kjölfarið skipt beinustu leið af velli.

Sergen Yalcin, fyrrum landsliðsmaður Tyrklands, var að vinna sem sérfræðingur á þeim tíma og hann sagði Balotelli vera „heilalausan".

Yalcin er í dag þjálfari Besiktas og ákvað Balotelli að fagna fyrir framan þjálfarann með því að benda á hausinn á sér. Hann kveðst vera með heila, þrátt fyrir að vera nú ekki endilega skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Birkir Bjarnason er liðsfélagi Balotelli hjá Adana Demirspor og spilaði íslenski landsliðsmaðurinn allan leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner