Emile Smith-Rowe var maður leiksins að mati Sky Sports þegar Arsenal vann 3-1 sigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Hann átti stoðsendingu, skoraði þriðja mark Arsenal og var mjög öflugur.
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, lét stór orð falla í útsendingu leiksins, og svo aftur eftir leikinn.
„Stundum segirðu eitthvað á meðan þú ert að lýsa leikjum þar sem þú hugsar með þér: 'Sagði ég þetta í alvöru?' Ég held ég hafi sagt að hann væri besti leikmaðurinn í deildinni að hlaupa með boltann. Gleymdi ég einhverjum? Þegar ég horfi á hann, þá verð ég spenntur. Það er gríðarlega gaman að sjá hann hlaupa með boltann," sagði Carragher.
Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool segist elska að horfa á Smith-Rowe spila fótbolta. Smith-Rowe braust fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð og er spennandi. Hann er 21 árs gamall.
⭐️ Man of the Match, @Arsenal’s Emile Smith Rowe
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 22, 2021
66 touches
45/52 passes completed
4/6 duels won
4 chances created
2 shots, 1 on target
2nd time this season he has both scored & assisted in a PL game pic.twitter.com/LwcERyhzZp
Athugasemdir