Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 22. október 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði Smith-Rowe vera þann besta í að hlaupa með boltann
Emile Smith-Rowe.
Emile Smith-Rowe.
Mynd: EPA
Emile Smith-Rowe var maður leiksins að mati Sky Sports þegar Arsenal vann 3-1 sigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann átti stoðsendingu, skoraði þriðja mark Arsenal og var mjög öflugur.

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, lét stór orð falla í útsendingu leiksins, og svo aftur eftir leikinn.

„Stundum segirðu eitthvað á meðan þú ert að lýsa leikjum þar sem þú hugsar með þér: 'Sagði ég þetta í alvöru?' Ég held ég hafi sagt að hann væri besti leikmaðurinn í deildinni að hlaupa með boltann. Gleymdi ég einhverjum? Þegar ég horfi á hann, þá verð ég spenntur. Það er gríðarlega gaman að sjá hann hlaupa með boltann," sagði Carragher.

Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool segist elska að horfa á Smith-Rowe spila fótbolta. Smith-Rowe braust fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð og er spennandi. Hann er 21 árs gamall.


Athugasemdir
banner
banner