Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   fös 22. október 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Zaha í hóp Palace gegn Newcastle
Wilfried Zaha gat ekki tekið þátt í jafnteflisleik Crystal Palace gegn Arsenal en hann er farinn að æfa á ný og verður í leikmannahópnum gegn Newcastle á morgun.

„Wilf er fínn, hann byrjaði að æfa með liðinu fyrir nokkrum dögum og verður í hóp á morgun," segir Patrick Vieira.

Þá er hinn skemmtilegi leikmaður Eberechi Eze einnig á leið til baka en það er enn smá tími í hann.

„Hann hefur verið lengi á meiðslalistanum en er að vinna vel. Hann er farinn að æfa með liðinu en er enn nokkrum vikum frá því að geta spilað. Hann meiddist illa og þarf að fá sinn tíma."

Crystal Palace er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Newcastle í 19. sæti. Það er mikilvægur leikur framundan á Selhurst Park á morgun klukkan 14.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner