Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 22. október 2023 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breiðablik vann í Glasgow
Klæmint og Jason voru á skotskónum í dag
Klæmint og Jason voru á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn.


Liðið er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir leikinn en liðið mætti varaliði Rangers í æfingaleik í Glasgow í dag.

Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir snemma leiks eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni en skoska liðið jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik.

Klæmint Olsen kom inn á sem varamaður fyrir Kristinn Steindórsson stuttu síðar en hann varð fyrir einhverju hnjaski. Klæmint var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hann kom Blikum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Gísli Eyjólfsson setti svo þriðja mark Blika rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Rangers laumaði inn marki í uppbótartíma en það dugði ekki til fyrir heimamenn, 3-2 sigur Blika staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner