Breiðablik mætir Gent í Belgíu í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn.
Liðið er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir leikinn en liðið mætti varaliði Rangers í æfingaleik í Glasgow í dag.
Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir snemma leiks eftir fyrirgjöf frá Davíð Ingvarssyni en skoska liðið jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik.
Klæmint Olsen kom inn á sem varamaður fyrir Kristinn Steindórsson stuttu síðar en hann varð fyrir einhverju hnjaski. Klæmint var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hann kom Blikum yfir undir lok fyrri hálfleiks.
Gísli Eyjólfsson setti svo þriðja mark Blika rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Rangers laumaði inn marki í uppbótartíma en það dugði ekki til fyrir heimamenn, 3-2 sigur Blika staðreynd.
Leikur hafinn í sólinni í Glasgow! pic.twitter.com/DcNwblC5uU
— Blikar.is (@blikar_is) October 22, 2023