Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 10:14
Elvar Geir Magnússon
Albert Hafsteins í viðræðum við Fram
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaður­inn Al­bert Haf­steins­son er í viðræðum um að ganga til liðs við Fram, samkvæmt heimildum mbl.is. Albert nýtti sér riftunarákvæði í samningi sínum við ÍA í síðasta mánuði.

Mbl segir lík­legt að hann muni ákveða að ganga til liðs við Framara sem enduðu í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar í sumar.

Albert hefur leikið með ÍA alla sína tíð en hann hefur á ferlinum leikið 74 leiki í efstu deild.

Síðastliðið haust íhugaði Albert að ganga í raðir FH en á endanum gerði hann nýjan samning við ÍA. Hann spilaði fimmtán leiki með Skagamönnum í Pepsi Max-deildinni á nýliðnu tímabili.

„Ég hef allan minn feril spilað fyrir ÍA og á að baki 100 deildar- og bikarleiki með meistaraflokki og er þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Stundum er það bara þannig að leikmenn henta ekki inn í það leikkerfi sem þjálfarinn vill spila og þá er það bara þannig," sagði Albert við Fótbolta.net í byrjun október.

„Ég er aðeins 23 ára og þetta er góður tímapunktur fyrir mig að breyta til, prófa eitthvað annað og reyna mig þar sem mínir hæfileikar nýtast betur, hvar svo sem það verður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner