Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. nóvember 2019 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Ellefu stiga forysta PSG - Neymar út af fyrir Mbappe
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain styrkti stöðu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Lille á heimavelli í kvöld.

Neymar sneri aftur í lið PSG eftir meiðsli og var hann í byrjunarliðinu. Honum var skipt af velli á 65. mínútu fyrir Kylian Mbappe sem hefur verið að glíma við veikindi. Mbappe hefur einnig verið mikið í meiðslum á þessu tímabili.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri PSG. Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel Di Maria skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum.

Lille er í sjöunda sæti, en PSG er á toppi deildarinnar með 11 stiga forystu eftir 14 leiki spilaða.
Athugasemdir
banner
banner
banner