Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. nóvember 2019 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: PSV á toppnum en Anna Björk lítið spilað
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið PSV Eindhoven trónir á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með þægilegt forskot eftir sigur á PEC Zwolle í kvöld.

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir var á bekknum hjá PSV og kom við sögu undir lok leiksins. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik á þessu tímabili, en komið við sögu í fimm leikjum í heildina.

Hin 19 ára gamla Joelle Smits kom PSV í forystu gegn Zwolle og skoraði Katja Snoeijs annað mark fyrir leikhlé. Þær stöllur skoruðu svo sitt hvort markið í seinni hálfleiknum - lokatölur 4-0.

PSV er eftir sigurinn í kvöld á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með sex stiga forskot á Twente.

Anna Björk er þrítug. Hún hóf sinn meistaraflokksferil hjá Stjörnunni, en fór árið 2016 til Svíþjóðar þar sem hún lék hjá Örebro og Limhamn Bunkeflo. Hún gekk í raðir PSV í janúar á þessu ári og er á sínu öðru tímabili í Hollandi.


Athugasemdir
banner
banner