Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. nóvember 2019 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund tapaði ekki eftir að hafa lent 3-0 undir
Reus skoraði jöfnunarmarkið.
Reus skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
Borussia D. 3 - 3 Paderborn
0-1 Streli Mamba ('5 )
0-2 Streli Mamba ('37 )
0-3 Gerrit Holtmann ('43 )
1-3 Jadon Sancho ('47 )
2-3 Axel Witsel ('84 )
3-3 Marco Reus ('92)

Það var einn leikur í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Paderborn, botnlið deildarinnar, fór á heimavöll Borussia Dortmund og komst í 3-0. Paderborn náði hins vegar ekki að landa mjög svo óvæntum sigri.

Streli Mamba kom Paderborn yfir eftir fimm mínútur og hann skoraði aftur á 37. mínútu. Paderborn skoraði sitt þriðja mark fyrir leikhlé og staðan í hálfleik 3-0.

Jadon Sancho minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og Axel Witsel minnkaði muninn enn frekar á 84. mínútu. Dortmund jafnaði svo metin í uppbótartíma og var það Marco Reus sem gerði það.

Mögnuðu endurkoma Dortmund og Paderborn missti af sínum öðrum deildarsigri á tímabilinu.

Dortmund er í fimmta sæti með 20 stig og Paderborn er á botnnum með aðeins fimm stig.


Athugasemdir
banner
banner