sun 22. nóvember 2020 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig á skotskónum - Akhisarspor steinlá án Elmars
BATE og CSKA á toppnum
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tók á móti Sochi í 15. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag. Arnór lék fyrstu 68 mínúturnar en Hörður lék allan leikinn.

Arnór skoraði eina mark CSKA og fyrsta mark leiksins þegar hann fylgdi á eftir tilraun og skoraði á 5. mínútu. Nikita Burmistrov afnaði leikinn á 23. mínútu. Sochi skoraði aftur á 28. mínútu en markið var dæmt af eftir skoðun í VAR.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og CSKA er áfram í toppsæti deildarinnar, stigi á undan Zenit.

Í Tyrklandi steinlá Akhisarspor gegn Keciorengucu í B-deildinni. Theódór Elmar Bjarnason tók út leikbann hjá Akhisarspor. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Kecio.

Akhisarspor er í 10. sæti eftir tíu leiki með þrettán stig.

Þá vann BATE Borisov 5-0 sigur á Belshina í Hvíta-Rússlandi. Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. BATE er í toppsæti deildarinnar með 57 stig eftir 29 umferðir, stigi meira en Soligorsk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner