Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 22. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Brynjar Bragason (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfs er óþolandi þegar hann er í fýlu
Gísli Eyjólfs er óþolandi þegar hann er í fýlu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði er jákvæður helgarhöstlari
Jason Daði er jákvæður helgarhöstlari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benó og Viktor Margeirs færu með á eyðieyjuna
Benó og Viktor Margeirs færu með á eyðieyjuna
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Með þetta swag sem aðrir hafa ekki
Með þetta swag sem aðrir hafa ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Atli er markvörður sem gekk í raðir Breiðabliks frá uppeldisfélagi sínu Njarðvík fyrir tímabilið 2020. Brynjar á enn eftir að spila keppnisleik með Breiðabliki en hann lék fyrri hluta tímabilsins 2020 á láni hjá Víkingi Ólafsvík.

Hann á að baki sex unglingalandsleiki og var fyrr í þessum mánuði kallaður upp í U21 árs landsliðið fyrir leikinn gegn Grikklandi. Brynjar segir í dag frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Brynjar Atli Bragason

Gælunafn: Brylli kemur stundum upp en örsjaldan

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 24. september 2016 með Njarðvík

Uppáhalds drykkur: Fyrsti kaffibolli dagsins og næstu á eftir

Uppáhalds matsölustaður: Hipstur á mathöll Höfða er geggjað, þetta er vonandi platforminn til að fá spons frá þeim

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Toyota Aygo langtímaleigubíl. Kannski verð ég djarfur og skipti yfir í Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office og Money Heist þessa dagana

Uppáhalds tónlistarmaður: Freddie Mercury

Uppáhalds hlaðvarp: Flakka dálítið á milli þegar ég keyri Reykjanesbrautina á æfingar. Núna er Dómsdagur ofarlega á lista

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon og ég inní klefa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Fékk seinast sent strikamerki í þriðju og líklega ekki seinustu Pfizer sprautuna

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Útiloka ekkert

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gísli Eyjólfs þegar hann nennir að vera í stuði

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sævar var með mig í mörg ár sem markmannsþjálfari og hjálpaði mér mikið. Óskar sem fótboltaþjálfari

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gísli Eyjólfs þegar hann er í fýlu

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Engin sérstök fyrirmynd tengt fótbolta. Annars bara mamma og pabbi

Sætasti sigurinn: Þegar ég og Njarðvík unnum Keflavík á Nettóvellinum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins

Mestu vonbrigðin: Þegar ég þarf að hlaupa á æfingum

Uppáhalds lið í enska: Horfi ekki á enska

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bara einhvern svo lengi sem hann er skemmtilegur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Rétta svarið fyrir mig við þessari spurningu er Orri Steinn Óskarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kiddi Steindórs, hann er líka með þetta swag sem aðrir hafa ekki

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhannsdóttir auto

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Anton Ari á virkum, Jason Daði um helgar

Uppáhalds staður á Íslandi: Njarðvík

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með og styð Njarðvík í Subway deildinni í körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hvernig markmannshönskum spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Lélegur í dönsku

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Úr liðinu tæki ég Jason Daða uppá jákvæðnina. Ég tæki Viktor Margeirs sálfræðing til að halda geði og tæki Benó sem er hæstur í fituprósentu uppá matarforða

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei smakkað kók né pepsi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Davíð Atla, vorum herbergisfélagar í Evrópuferðunum og kom skemmtilega á óvart. Verð að nefna Viktor Karl líka, hélt að hann væri algjör spaði en er ljúfur eins og lamb

Hverju laugstu síðast: Að ég vildi taka hlaupin með útileikmönnunum

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að fá ekki að fara í reit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner