Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 22. nóvember 2023 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Magnús á hliðarlínunni í leiknum.
Magnús á hliðarlínunni í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rabona spyrnan hjá Fanneyju.
Rabona spyrnan hjá Fanneyju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda og Svava Rós voru í stúkunni.
Vanda og Svava Rós voru í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn Portúgal.
Úr leiknum gegn Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ótrúleg upplifun fyrir stelpurnar sérstaklega og þjálfarana líka," sagði Magnús Örn Helgason þjálfari U15 ára landsliðs Íslands eftir leik liðsins gegn Portúgal í Lissabon í vikunni.

   22.11.23 06:30
Myndaveisla 1: U15 tapaði gegn Portúgal í fyrradag


   22.11.23 06:30
Myndaveisla 2: U15 tapaði gegn Portúgal í fyrradag


Ísland er ein fjögurra þátttökuþjóða á mótinu sem er á vegum UEFA og heitir UEFA Development Tournament. Hinar þjóðirnar eru Þýskaland og Spánn. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Spán í vikunni og tapaði svo 0-2 gegn Portúgal. Ein af reglum mótsins er að allir leikmenn fái að spila að minnsta kosti 90 mínútur.

„Þetta er sterkt mót, við spilum við Spán, Portúgal og Þýskaland og aðstæðurnar hérna í Lissabon eru í heimsklassa. Fyrri hluti ferðarinnar hefur verið frábær og allir að læra mjög mikið," hélt hann áfram.

„Þetta er annað árið sem þetta U15 mót er haldið því það hefur oftast verið U16. Við fengum boð eftir að hafa óskað eftir að fá að fara á sterkt mót. Við vildum fá alvöru áskorun fyrir þennan flotta hóp sem við erum með og fengum það svo sannarlega."

Er mikil framtíð í þessum leikmönnum sem eru að koma upp?

„Já, allavega mögulega. Þetta er undir þeim komið hvað þær gera við hæfileikana sína. Það er geta og hæfileikar og flottir karakterar sem geta náð langt."

Þú sem þjálfari U15 ára liðs ert með það verkefni að kenna þeim að vera í landsliði?

„Já, þetta er fyrsta ferðin hjá þeim öllum og maður þarf að reyna að kenna þeim hvernig maður hagar sér í landsliðsferð og hvernig þær virka. Þetta er fyrsta skrefið en svo reynir maður að kenna þeim eitthvað inni á vellinu líka. Okkur langar að vinna alla leiki en að mínu mati er það ekki það eina sem skiptir máli í þessum aldursflokki. Við erum að reyna að byggja upp leikmenn sem geta vonandi spilað í hæsta klassa í framtíðinni og þá þarftu að reyna erfiða hluti."

Hvernig var leikurinn gegn Portúgal í samanburði við leikinn við Spánverja?

„Það er erfitt að bera það saman. Þetta eru nánast tvö lið að spila, við erum með 20 stelpur og gerum 9 breytingar milli leikja. Spænska liðið er ofboðslega gott og allar stelpurnar með mjög sterka tækni, aggressívar í pressu og seinni pressu. Við héldum ótrúlega vel í við þær og komum þeim á óvart með því að pressa á þær. Það er eitthvað sem þær eru ekki vanar. Portúgalska liðið er allt öðruvísi, spilar meiri millipressu og svæðisvörn og eru klárlega ekki eins sterkt lið og Spánn. Þær voru samt seigar í dag og áttu sigurinn skilinn."

Talandi um tækni, ég sá að Fanney Lísa Jóhannesdóttir tók Rabona spyrnu?

„Já, það er bara gaman að sjá. Ég segi þeim alltaf að láta ljós sitt skína og fagna því að sjá flotta takta."

Maður sér þetta ekki oft, það eru ekki margir sem geta þetta?

„Nei, þannig að við verðum að fagna því og hvetja þegar einhverjir geta töfrað aðeins. Það eru oftast töfrarnir sem vinna leikina fyrir þig þegar komið er upp í A-landsliðið."

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Svava Rós Guðmundsdóttir landsliðskona voru í stúkunni. Það er gaman fyrir stelpurnar?

„Það er frábært, ég held að Vanda sé inni í klefa núna að spjalla við þær og gefur þeim vonandi góð ráð. Hún hefur sannarlega reynsluna sem hún getur miðlað."
Athugasemdir
banner
banner