Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri verður ekki áfram hjá Montreal (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson verður ekki áfram hjá kanadíska félaginu Montreal CF en félagið kveður hann og fjölmarga aðra leikmenn á heimasvæði sínu á X.

Mosfellingurinn hefur verið á mála hjá Montreal frá 2021 en hann kom til félagsins frá Breiðabliki.

Á þessum þremur árum hefur hann spilað 20 leiki með Montreal í MLS-deildinni og fimm leiki í öðrum keppnum.

Snemma á þessu ári var hann lánaður til norska félagsins Kongsvinger þar sem hann var fastamaður fram í ágúst áður en hann meiddist.

Lánssamningurinn rennur út eftir tímabilið og mun samningur hans við Montreal einnig renna út þar sem félagið ákvað að nýta ekki ákvæði um að framlengja.

Róbert, sem er 22 ára gamall, hefur verið orðaður við heimkomu, en Breiðablik er sagt hafa áhuga á því að fá hann aftur til félagsins.

Miðvörðurinn á 4 A-landsleiki fyrir Ísland og 40 landsleiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner