Davíð Þór Viðarsson er að ljúka sínu fjórða ári sem yfirmaður fótboltamála hjá FH. Hann var til viðtals í ChessAfterDark og var spurður út í verstu kaupin hans til þessa.
Davíð nefnir Vuk Oskar Dimitrijevic sem FH keypti sumarið 2020 frá Leikni og kom hann til félagsins fyrir tímabilið 2021. Vuk skoraði mest þrjú mörk á einu tímabili fyrir FH en skoraði níu mörk fyrir Fram í sumar, en Fram samdi við hann síðasta vetur. Vuk var keyptur áður en Davíð fór í stöðu yfirmanns fótboltamála, en það að FH hafi ekki náð meiru út úr Vuk svíður.
Davíð nefnir Vuk Oskar Dimitrijevic sem FH keypti sumarið 2020 frá Leikni og kom hann til félagsins fyrir tímabilið 2021. Vuk skoraði mest þrjú mörk á einu tímabili fyrir FH en skoraði níu mörk fyrir Fram í sumar, en Fram samdi við hann síðasta vetur. Vuk var keyptur áður en Davíð fór í stöðu yfirmanns fótboltamála, en það að FH hafi ekki náð meiru út úr Vuk svíður.
„Það eru klárlega sumir hlutir sem hafa ekki gengið upp. Áður en ég var í þessu starfi, árið 2020, var ég í meistaraflokksráði. Kaupin á Vuk Dimitrijevic svíða mest. Hann var langbesti leikmaðurinn í Lengjudeildinni á þeim tíma og það hefur alltaf sviðið dálítið mikið að þau kaup hafi ekki gengið betur upp. Það sveið svo ennþá meira þegar hann byrjaði að setja'nn með Fram og var bara frábær. Rúnar (Kristinsson) áttaði sig kannski meira á því en við gerðum hvernig væri best að nota hann," segir Davíð.
Hjá Fram fékk Vuk meira frjálsræði í sóknarleiknum, var einn af fremstu mönnum en hjá FH var hann oftast úti á kanti.
Athugasemdir




