Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Jakub Kiwior til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior gekk í dag frá skiptum sínum til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Þetta kemur fram í tilkynningu enska félagsins í kvöld.

Kiwior er 22 ára gamall miðvörður, en hann hefur spilað fyrir Spezia síðustu tvö ár.

Hann byrjaði alla fjóra leiki pólska landsliðsins á HM í Katar á síðasta ári og vakti þar mikla athygli.

Arsenal hefur nú gengið frá kaupum á þessum efnilega leikmanni en kaupverðið er í kringum 20 milljónir punda. Kiwior mun klæðast treyju númer 15.

Kiwior skrifar undir langtímasamning við Arsenal en Mikel Arteta, stjóri félagsins er hæstánægður með að hafa landað þessum sterka miðverði.

„Það er frábært að Jakub hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur. Hann er ungur og fjölhæfur varnarmaður sem hefur sýnt hversu mikið er í hann spunnið með gæðum sínum hjá Spezia í Seríu A og með pólska landsliðinu.“

„Jakub er leikmaður sem gefur okkur styrk og gæði í vörnina. Við bjóðum Jakub og fjölskyldu hans velkomin til Arsenal og er mikil tilhlökkun að vinna með honum,“
sagði Arteta við heimasíðu Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner