Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   fim 23. febrúar 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Wayne Rooney varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Wayne Rooney varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, gæti verið á leið til Kína áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag. Rooney á ekki fast sæti í liði United en framtíð hans var til umræðu í sjónvarpsþætti vikunnar hjá Fótbolta.net.

„Mér líður eins og hann sé bróðir minn. Ég vil ekki að hann fari en það er bara af eigingirni. Í rauninni er ekki vitlaust að fara á þessum tímapunkti af því að hann náði metinu um daginn en mig langar ekki að hann fari. Ég væri til í að sjá hann fara í sumar," sagði Hildur Einarsdóttir sem var gestur í þættinum.

„Ég er búinn að horfa á heimildarmyndina um hann sjö sinnum. Þetta er erfitt. Ég geri mér alveg grein fyrir því, þegar ég tek United gleraugun af, að hann er ekki að spila að viti og þetta væri flott rós í hnappagatið fyrir hann að fara til Kína og spila þar."

Fanndís Friðriksdóttir var líka á meðal gesta og hún segir að Rooney eigi að taka tilboði frá Kína. „Ég held að hann eigi að fara. Hann er búinn að ná metinu og hann er búinn fyrir mér," Fanndís

Kjartan Atli Kjartansson var einnig gestur í þættinum og hann er sammála Hildi og Fanndísi í því að Rooney eigi að fara til Kína.

„Hann hefur aldrei verið einn af þeim allra bestu. Ronaldo og Messi eru miklu betri en hann. Samt getur hann sagt að hann sé markahæstur í sögu United, ef hann fer til Kína þá er hann fyrsta evrópska stjarnan þar og verður launahæsti leikmaður heims um tíma. Þetta er virkilega góður ferill miðað við það sem hann hafði úr að spila," sagði Kjartan.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner