Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   sun 23. febrúar 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Persie mættur aftur heim til Feyenoord (Staðfest)
Varð enskur meistari með Man Utd.
Varð enskur meistari með Man Utd.
Mynd: Twitter
Robin van Persie var í morgun tilkynntur sem nýr stjóri Feyenoord. Hann kemur til félagsins frá Heerenveen.

Markavélin Van Persie er 41 árs Hollendingur sem hóf leikmannaferilinn hjá Feyenoord og lauk honum þar einnig. Eftir veruna hjá Feyeenoord á árunum 1999-2004 fór hann til Arsenal, svo til Manchester United og loks til Fenerbahce áður en hann sneri aftur til Hollands. Hans fyrstu þjálfarastörf voru hjá yngri flokkum Feyenoord og sem aðstoðarmaður Dick Advocaat í þjálfateymi Feyenoord.

Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Heerenveen en hann er nú kominn til Feyenoord og skrifar undir til 2027. Hann tekur við Dananum Brian Priske sem var látinn fara nýlega. Rene Hake, sem hefur verið í þjálfarateymi Erik ten Haag, aðstoðar Van Persie hjá Feyenoord.

Feyenoord endaði í 2. sæti hollensku deildarinnar í fyrra undir stjórn Arne Slot. Liðið er í dag í 3. sæti ideildarinnar, ellefu stigum á eftir Ajax og níu stigum á eftir PSV. Framundan er barátta í deildinni og einvígi gegn Inter í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner