Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   mán 05. maí 2025 22:07
Hilmar Jökull Stefánsson
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Hrannar Snær var valinn maður leiksins hjá Fótbolti.net
Hrannar Snær var valinn maður leiksins hjá Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hrannar Snær Magnússon var að vonum kampakátur með 3-0 sigur Aftureldingar á Stjörnunni á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld. Hrannar skoraði eitt mark, ógnaði í hvívetna og var valinn maður leiksins á Fótbolti.net.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Stjarnan

Hrannar átti góðan leik í dag og var eðlilega glaður þegar fréttaritari spurði hann hvernig honum liði eftir leik.

„Bara geðveik tilfinning, alvöru mæting í stúkuna eins og á síðasta heimaleik. Það hjálpar okkur gríðarlega í svona leikjum og strákarnir sýndu alvöru frammistöðu í dag.“

Liðið var bara búið að skora eitt mark í deildinni fyrir þennan leik. Hvað breyttist  hjá liðinu í þessum leik?

„Mér finnst við vera með meira sjálfstraust í sóknarleiknum. Við erum búnir að vera að fá fullt af færum í síðustu leikjum en erum ekki búnir að vera nógu grimmir inni í teignum, svo er þetta að koma núna.“

Frábær leikur hjá Hrannari sem er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Hvernig er tilfinningin að spila í Bestu-deildinni?

„Stórkostleg tilfinning og ég er ótrúlega sáttur hvernig þetta er búið að ganga í fyrstu leikjunum og það er bara áfram gakk næsti leikur.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner