Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla á bekknum í sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var á bekknum þegar Bayern vann Jena 1-0 í þýsku deildinni.

Bayern er orðið þýskur meistari en þessi leikur var í næst síðustu umferð. Glódís er nýkomin til baka eftir meiðsli og voru því engar áhættur teknar og hún fékk hvíld.

María Þórisdóttir spilaði allan leikinn þegar Brighton vann frábæran 4-2 sigur á Arsenal í ensku deildinni. Brighton er í 5. sæti með 28 stig, þremur stigum á undan Liverpool fyrir lokaumferðina.

Fanney Inga Birkisdóttir var á bekknum þegar Hacken tapaði 1-0 gegn Hammarby í sænsku deildinni. Norrköping gerði 1-1 jafntefli gegn Djurgarden en Sigdís Eva Bárðardóttir er leikmaður Norrköping, hún hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla.

Hacken er í 5. sæti með 9 stig eftir sex umferðir en Norrköping er í 7. sæti með jafn mörg stig.
Athugasemdir
banner