Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn eftirsótti Paul Mitchell verður fljótlega án félags
Paul Mitchell.
Paul Mitchell.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Paul Mitchell er að hætta störfum hjá Mónakó en hann verið yfirmaður fótboltamála hjá félaginu undanfarin ár.

Hann mun formlega hætta þegar nýr einstaklingur verður ráðinn í hans stað.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun," sagði Mitchell við franska dagblaðið Nice-Matin. „Ég er búinn að elska að vera hjá félaginu."

Mitchell segir að verkefni sínu sé lokið hjá félaginu. Hann hefur búið fjarri fjölskyldu sinni síðustu árin og stefnir á að vera nær henni núna.

Í samtali við The Athletic árið 2022 viðurkenndi Mitchell að hann vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina á einhverjum tímapunkti. Hann hefur áður starfað í leikmannamálum fyrir MK Dons, Tottenham og RB Leipzig. Mitchell þykir mjög fær í sínu starfi en hann hefur verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester United upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner
banner