Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   sun 23. mars 2025 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Framlengt alls staðar nema í Þýskalandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það hófust fjórir leikir í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar fyrr í kvöld og eru þrír þeirra farnir í framlengingu. Sá eini sem er óframlengdur er stórleikur Þýskalands gegn Ítalíu.

Þjóðverjar unnu fyrri leikinn á Ítalíu með eins marks mun og komust í þriggja marka forystu í seinni leiknum á heimavelli í kvöld.

Joshua Kimmich skoraði og gaf tvær stoðsendingar fyrir Jamal Musiala og Tim Kleindienst í fyrri hálfleik svo staðan var orðin 3-0. Til gamans má geta að Kimmich lagði bæði mörk Þjóðverja upp í fyrri leiknum úti á Ítalíu.

Ítalir gerðu tvöfalda skiptingu í leikhlé og svöruðu fyrir sig með þremur mörkum í seinni hálfleiknum. Moise Kean, sem var í byrjunarliðinu, skoraði tvö mörk áður en Giacomo Raspadori kom inn af bekknum til að jafna metin í 3-3.

Það dugði Ítölum þó ekki til að fara í framlengingu eftir tap á heimavelli. Svekkjandi fyrir Ítala að detta út þrátt fyrir magnaða endurkomu í Þýskalandí í kvöld.

Heimaleikir Frakklands, Portúgals og Spánar eru allir komnir í framlengingu.

Til gamans má geta að sigurliðið í viðureign Frakklands og Króatíu verður með Íslandi í riðli í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM.

Ísland er í fjögurra liða riðli í undankeppninni sem hefst í haus. Aserbaídsjan og Úkraína eru einnig í riðlinum ásamt Íslandi og Frakklandi eða Króatíu.

Þýskaland 3 - 3 Ítalía (5-4 samanlagt)
1-0 Joshua Kimmich ('30, víti)
2-0 Jamal Musiala ('36)
3-0 Tim Kleindienst ('45)
3-1 Moise Kean ('49)
3-2 Moise Kean ('69)
3-3 Giacomo Raspadori ('95, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner