Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   sun 23. mars 2025 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Lengjudeildin
Var aðalmarkmaður FH tímabilin 2023 og 2024.
Var aðalmarkmaður FH tímabilin 2023 og 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær með Keflavík 2022.
Frábær með Keflavík 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Samdi við FH í nóvember 2022.
Samdi við FH í nóvember 2022.
Mynd: FH
17 ára Sindri æfði með A-landsliðinu Í Garðinum árið 2014.
17 ára Sindri æfði með A-landsliðinu Í Garðinum árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn endurnýjan kynnin við Ómar Jóhannsson.
Sindri Kristinn endurnýjan kynnin við Ómar Jóhannsson.
Mynd: Jón Örvar Arason
„Tilfinningin verður að teljast góð, ég er bara mjög hamingjusamur yfir þessu," segir Sindri Kristinn Ólafsson sem er mættur aftur til Keflavíkur eftir tveggja og hálfs árs fjarveru.

Markmaðurinn yfirgaf Keflavík eftir tímabilið 2022 og samdi við FH. Hann var aðalmarkmaður FH en eftir að félagið fékk Mathias Rosenörn varð ljóst að Sindri yrði númer tvö í Kaplakrika og fór hann þá að skoða í kringum sig.

„Það var ekki mjög langur aðdragandi að þessum Keflavíkurskiptum, Ásgeir Orri (Magnússon) meiðist á móti ÍBV og það var ekki vitað hversu alvarlegt það var. Keflavík var búið að hafa samband við FH um að fá að tala við mig. Það er hringt í mig og sagt að Ásgeir sé meiddur, ég veit ekki hversu alvarlega, en svo heyri ég í markmannsþjálfaranum Ómari og hann segir að þetta séu einhverjir mánuðir (sem Ásgeir verði frá). Ég fékk símtal um kvöldið (fyrir einni og hálfri viku síðan) og ég er bara mættur upp á skrifstofu Ragga framkvæmdastjóra 21:30, við eiginlega klárum þetta þar og svo skrifað undir daginn eftir. Þetta var því mjög fljótt að gerast."

Sindri hafði verið orðaður Keflavík í aðdragandum, Ásgeir Orri hafði verið orðaður við Val og Sindri talin ákjósanleg lausn fyrir Keflavík ef Ásgeir færi til Vals.

Sindri hóf sinn meistaraflokksferil hjá Keflavík og þekkir því vel til hjá félaginu. Hann þekkir líka vel til í Keflavík en hann kom þangað ungur að árum frá Bíldudal.

„Maður á alltaf að treysta innri tilfinningu, ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu um leið og símtalið kom og ég var virkilega spenntur fyrir þessu. Um leið og við náðum saman þá var ég ekkert hikandi og kýldi á þetta."

„Það leggst hrikalega vel í mig að vera kominn aftur í Keflavíkurtreyjuna, þetta er einhvern veginn mjög eðlilegt. Ég held þetta hafi verið tíu ár með meistaraflokki, mér leið í vel þessari treyju og ég finn að ég þekki langflesta í hópnum og í kringum félagið. Þetta verður mun styttri aðlögunartími en ella."

„Mér finnst frekar augljóst að stefnan sé að fara upp, miðað við leikmannahópinn og tímabilið í fyrra. Án þess að ég hafi rætt við aðra um markmiðin þá hlýtur að vera 100% skýrt að Keflavík stefnir upp um deild."


Sindri fer vel yfir tímann hjá FH, síðasta hálfa árið og ýmislegt annað í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Hann var orðaður í burtu frá FH síðustu mánuði, fyrst við Grindavík og HB í Færeyjum, svo við KA og Val. Hann nefnir þó annað félag sem hann hafði verið í viðræðum við þegar hann ákvað að fara til Keflavíkur.

Hvert varstu næst því að fara?

„Reyndar ekkert af þessum félögum. Eins og þú þekkir sem fjölmiðlamaður þá eru ýmsar sögusagnir sem fara á loft; eitthvað af þessu er ekkert til í en sumt af þessu er eitthvað til í. Ég get alveg gefið út að ég ræddi við Val og ég ræddi við ÍBV í Vestmannaeyjum og náttúrulega Grindavík. Hin félögin ræddi ég ekki við."
Var það langt áður en þú fórst í Keflavík?

„Valur var þarna á þeim tíma þegar umræðan var á kreiki, þá ræddi ég aðeins við Valsara. Það fór svo ekkert lengra. Ég ræddi við Eyjamenn á svipuðum tíma og ég ákvað að fara til Keflavíkur."
Má segja að þú hafir fengið að velja á milli ÍBV og Keflavíkur?

„Kannski erfitt að segja til um það, en ÍBV allavega sýndi áhuga, við ræddum saman, ég talaði við Láka (Þorlák Árnason þjálfara), Eyjamenn eru með mjög spennandi verkefni í gangi í Vestmannaeyjum. En þegar Keflavík kom inn í myndina breyttist aðeins í mér þankagangurinn. Það voru samt mjög hreinskilnar viðræður við bæði stjórnarmenn ÍBV og þjálfarann, þannig það var aldrei farið á bak neinna orða, myndi ég segja."

Hjá Keflavík hittir Sindri fyrir þjálfarana Harald Frey Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Ómar Jóhannsson en hann lék með þeim öllum áður en þeir lögðu skóna á hilluna. Í lok viðtals er svo rifjað upp með Sindra opinskátt viðtal sem hann fór í á Fótbolta.net eftir tímabilið 2022.

Sindri verður væntanlega í eldlínunni í dag þegar Keflavík heimsækir Víking á Víkingsvöll en liðin mætast þar í æfingaleik klukkan 13:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner