Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
   mán 23. apríl 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Kristjáns og Davíð Þór - Fyrirliðinn er sem betur fer ekki á Twitter
Guðmundur Kristjánsson og Davíð Þór Viðarsson.
Guðmundur Kristjánsson og Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð í baráttunni.
Davíð í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Kristjáns í FH-treyjunni.
Gummi Kristjáns í FH-treyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Kristjánsson og Davíð Þór Viðarsson, miðjumenn FH, voru brattir þegar þeir heimsóttu skrifstofu Fótbolta.net og ræddu við Elvar Geir Magnússon um komandi tímabil í Pepsi-deildinni.

Guðmundur gekk í raðir FH í vetur eftir sex ára dvöl hjá Start í Noregi en Davíð er fyrirliði FH-liðsins og hefur verið einn allra öflugasti leikmaður íslenska boltans undanfarin ár.

Fótbolti.net spáir því að FH endi í 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Þetta er loksins að bresta á. Maður er búinn að vera að kíkja á dagatalið í einhverja fjóra mánuði núna. Það er ágætt að því fari að ljúka," segir Davíð en í upphafi spjallsins var aðeins rætt um æfingaleik gegn ÍBV sem fram fór í gær og FH vann 2-0.

Náðu ekki að vinna leik í eitt ár
Guðmundur segir gaman að vera mættur aftur í íslenska boltann.

„Ég er spenntur fyrir komandi tímabili. Ég held að þetta verði spennandi deild og við stefnum á að hafa þetta meira spennandi en spárnar hjá fjölmiðlamönnum segja til um," segir Guðmundur. Hann er uppalinn Bliki en ákvað að ganga í raðir FH þegar hann kom heim.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Þetta er stór klúbbur með háleit markmið og það heillar. Ég hef upplifað botnbaráttu og svona með Start í Noregi. Ég vildi fara í klúbb sem ég tel að muni berjast um titla. Það skemmir ekki fyrir að Óli Kristjáns sé þjálfari. Við unnum vel saman á sínum tíma og það er margt sem heillaði. Ég sé ekki eftir því."

Guðmundur var sex ár í herbúðum Start.

„Það var mjög góður tími en það komu erfiðir tímar. Félagið fór í gegnum mjög erfiða tíma fjárhagslega og var á barmi gjaldþrots. Þeir þurftu að selja marga af lykilmönnum sínum og í kjölfarið kemur tímabil þar sem við vinnum ekki leik í u.þ.b. ár sem er í raun afrek. Það myndaðist vítahringur og við féllum niður um deild en komumst beint upp aftur. Það var ágætis leið að enda þetta á þeim nótum. Fjárhagurinn er kominn í lag og ég horfi til baka jákvæðum augum," segir Guðmundur.

Ætlum að læra af síðasta tímabili
Tímabilið í fyrra var vonbrigðatímabil hjá FH. Þriðja sæti og tap í bikarúrslitaleik.

„Við spiluðum ekki vel og áttum ekki meira skilið. Það eru vonbrigði en hægt að horfa á þetta með öðrum augum. Við vorum grátlega nálægt því að fara í riðlakeppnina í Evrópu og það var fullt af hlutum sem voru þokkalegir. Ég tel að við höfum lært mikið af þessari Evrópukeppni og við sáum það fyrir alvöru að það er hægt að gera eitthvað. Við lærum af þessu tímabili og áttum okkur á því að spilamennska okkar í deildinni var léleg í mörgum leikjum. Við ætlum að gera betur núna„" segir Davíð.

Það var nokkuð mikil umræða um FH eftir síðasta tímabil, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Til dæmis eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara. Hvernig var fyrir Davíð, sem fyrirliða, að hlusta á það?

„Ég er sem betur fer ekki á Twitter. Ég held að það sé ágætis póll í hæðina að taka. Auðvitað var þetta erfitt að því leyti að ég byrjaði að spila með Heimi árið 2000, hann var aðstoðarþjálfari minn 2006 og aðalþjálfari 2008. Hann hefur alltaf sýnt mér ótrúlega mikið traust og gert mikið fyrir mig sem leikmann. Ég mun alltaf vera honum þakklátur fyrir það."

„Hann var búinn að vera þjálfari hjá okkur í tíu ár og sýndi að hann er einn allra besti þjálfari Íslands. Mönnum fannst greinilega kominn tími á að stokka aðeins upp í þessu og breyta til. Þegar fram líða stundir held ég að allir aðilar sem komu að þessari ákvörðun verði sáttir með hana," segir Davíð.

Förum inn í mótið til að vinna það
Guðmundur hefur talsvert verið að leysa af í miðverði á undirbúningstímabilinu en reikna má með því að hann verði á miðjunni þegar deildin fer af stað.

„Ég hef spilað þetta úti hjá Start líka. Ég þekki þetta alveg en mér líður betur á miðjunni og ég tel mig vera betri þar en í vörninni," segir Guðmundur.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi FH og liðið fengið til sín öfluga menn.

„Við erum komnir með mjög gott lið. Við ætlum ekki að fara í grafgötur með það. Nú er það bara á okkur að ná að spila okkur saman á tiltölulega stuttum tíma og búa til liðsheild úr því. Það er verðugt markmið. Í fyrstu leikjunum verðum við að gjöra svo vel að ná í úrslit, það þarf ekki að vera fallegt í fyrstu leikjunum," segir Davíð.

„Það er alltaf sama sagan. Við förum inn í mótið til að vinna það. Það er ekkert nýtt undir sólinni."

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan eða í Podcast forritum.
Athugasemdir
banner