Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 14. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Kvenaboltinn
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Mynd: Hrefna Morthens
„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu með þeim," segir Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Víkings eftir dvöl hjá Örebro í Svíþjóð.

Hún yfirgaf sænska félagið Örebro í nóvember eftir að liðið féll úr sænsku úrvalsdeildinni. Hún lék þar í eitt tímabil.

Áslaug fór til Örebro frá uppeldisfélaginu Selfossi þar sem hún varð bikarmeistari. Hún er fædd árið 2003 og á að baki sex leiki með U23 landsliðinu.

„Ákvörðunin var þannig séð ekkert ótrúlega erfið. Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim."

Hún segir að nokkur félög hafi sett sig í samband við sig, en Víkingur varð fyrir valinu. „Mér fannst Víkingur mest spennandi. Þróunin sem hefur verið hjá þeim seinustu ár, stelpurnar, teymið og umgjörðin heillaði mig. Þær ætla sér stóra hluti á næstu árum og mig langar að vera hluti af því."

Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru
Það hefur verið mikill uppgangur hjá VíkingÞum seinustu árin. Þær urðu bikarmeistarar 2023 og komust upp í Bestu deildina það sama sumar. Svo í fyrra enduðu þær í þriðja sæti efstu deildar.

„Þetta er ótrúlega spennandi. Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru og skemmtilegu í þeirra þróun," segir Áslaug Dóra.

Hún hefur fengið að kynnast Víkingsliðinu síðustu daga og vikur. Hún segir að maður átti sig fljótlega á því af hverju það hefur gengið svona vel.

„Það er vel haldið utan um stelpurnar og það er mjög góð stemning í hópnum. Þær eru með sterkan leikmannahóp og maður skilur velgengnina."

Góð reynsla og mikill lærdómur
Áslaug Dóra segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að koma heim. Það hafi verið sú ákvörðun sem hún taldi besta fyrir sig á þessum tímapunkti.

„Tímabilið í Svíþjóð var frekar erfitt, og hvað þá eftir erfitt tímabil heima. En heilt yfir var þetta ótrúlega góð reynsla og ég var að fá mikinn spilatíma á móti mjög sterkum leikmönnum í sterkri deild. Þetta er mikill lærdómur sem ég tek með mér," segir miðvörðurinn en markmiðið er að fara aftur erlendis og spila síðar meir.

„Að hafa spilað á móti svona sterkum leikmönnum gerir mann klárlega betri. Þetta var mikið stökk en maður fílar alltaf áskoranir og þetta var gaman á sama tíma."

Hjá Víkingum hittir hún Bergþóru Sól Ásmundsdóttur, sem spilaði einnig með henni í Örebro. „Það er mjög gaman. Ég elska að vera með Beggu í liði, þess vegna fór ég í Víking," sagði Áslaug Dóra og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner