Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   fös 23. maí 2014 10:47
Elvar Geir Magnússon
KSÍ bíður eftir að fá skýrslu dómara vegna Einars Orra
Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur.
Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umtalaðasta atvikið eftir fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar í gær var handabending Einars Orra Einarssonar, leikmanns Keflavíkur, eftir að hann fékk rauða spjaldið í jafnteflisleiknum gegn FH.

Þegar Einar Orri gekk af velli, þá benti hann til Böðvars Böðvarssonar og renndi fingri yfir háls sinn, líkt og hann væri að gefa Böðvari merki þess efnis að hann ætlaði að skera FH-inginn á háls.

Smelltu hér til að lesa um málið

Fótbolti.net hafði samband við KSÍ en þar er málið í þeim farvegi að beðið er eftir því að skýrsla dómarans úr leiknum berist. Búist er við því að skýrslan muni berast í dag og þá skoðað hvað sagt er um málið.

Um var að ræða sjónvarpsleik og því var fjórði dómarinn staðsettur við hliðarlínuna og líklegt að dómararnir hafi séð atvikið. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var aðaldómari, Sigurður Óli Þórleifsson var aðstoðardómari við varamannabekkina og fjórði dómari var Erlendur Eiríksson.
Athugasemdir
banner
banner