5. umferð Pepsi deildarinnar lýkur í dag með leik Stjörnunnar og FH í Garðabæ.
Þá mætast íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í sannkölluðum stórleik.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu leiksins
Þá mætast íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í sannkölluðum stórleik.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu leiksins
Bæði lið hafa farið frekar vel á stað og hafa samtals aðeins tapað einum leik. Stjarnan er í efsta sæti fyrir leikinn, þrátt fyrir að hafa spilað leik minna en allir nema FH en Garðbæingar eru eina taplausa liðið í deildinni hingað til og hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum.
Það hefur FH einnig gert en þeir töpuðu gegn KR í þar síðustu umferð.
Byrjunarliðin eru komin í hús. Hjá Stjörnunni kemur Þorri Geir Rúnarsson ásamt Jeppe Hansen inn í byrjunarliðið á kostnað Eyjólfs Héðinssonar og Daníels Laxdal.
FH-ingar gera enga breytingu á liðinu sem vann Fjölni örugglega í síðasta leik. Gunnar Nielsen er á sínum stað í markinu en stuðningsmenn Stjörnunnar voru allt annað en sáttir við þá ákvörðun hans að skipta yfir í FH.
Pétur VIðarsson er í leikmannahópi FH en hann hefur verið í námi í Ástralíu en er kominn aftur í Hafnarfirðinn.
Byrjunarlið Stjörnunnar:
Duwayne Kerr
Brynjar Gauti Guðjónsson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Þorri Geir Rúnarsson
Guðjón Baldvinsson
Baldur Sigurðsson
Heiðar Ægisson
Hörður Árnason
Ævar Ingi Jóhannesson
Jeppe Hansen
Halldór Orri Björnsson
Byrjunarlið FH:
Gunnar Nielsen
Bergsveinn Ólafsson
Steven Lennon
Emil Pálsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Davíð Þór Viðarsson
Atli Guðnason
Bjarni Þór Viðarsson
Kassim Doumbia
Böðvar Böðvarsson
Jonathan Hendrickx
Athugasemdir