Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 23. maí 2022 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Totti tilbúinn til að gefa Dybala tíuna

Francesco Totti er mikill stuðningsmaður AS Roma og er spenntur fyrir framtíð félagsins undir stjórn Jose Mourinho.


Totti, sem er goðsögn í fótboltaheiminum og í guðatölu meðal Rómverja, lék allan ferilinn fyrir Roma og klæddist þar treyju númer 10.

Það hefur enginn fengið treyjuna hans Totti síðan hann lagði skóna á hilluna, svipað og hjá Napoli þar sem enginn hefur fengið tíuna síðan Diego Armando Maradona var þar eða hjá AC Milan þar sem þristurinn settist í helgan stein eftir að Paolo Maldini hætti.

Totti hefur miklar mætur á Paulo Dybala, leikmanni númer 10 hjá Juventus sem mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar. Roma hefur verið orðað við Dybala og er Totti ánægður að verðugur arftaki gæti loks verið að ganga í raðir félagsins - sem hefur ekki unnið ítölsku deildina síðan 2001.

Totti og Dybala spiluðu góðgerðarleik saman fyrr í kvöld og ætlar Totti að reyna að sannfæra argentínska snillinginn um að flytja til Rómar.

„Við erum ekki ennþá búnir að ná að spjalla en við munum gera það seinna í kvöld. Ég myndi glaður gefa honum tíuna mína ef hann kæmi til félagsins - en það er ekki ég sem tek þær ákvarðanir," sagði Totti í kvöld.

Dybala er talinn vilja frekar ganga í raðir Inter heldur en Roma, en félög úr enska og spænska boltanum hafa einnig sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner