
„Það tók okkur svona tuttugu mínútur að koma inn í leikinn og átta okkur á hlutunum en mér fannst við í rauninni vera betra liðið á köflum en þeir héldu vel í boltann og svona en það voru alveg færi í Þessu á báða bóga þó þau hafi ekki verið mörg.“
Sagði Jóhannes Guðlaugsson þjálfari ÍR eftir 3-1 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í Safamýri í kvöld.
Sagði Jóhannes Guðlaugsson þjálfari ÍR eftir 3-1 tap gegn Fram í Mjólkurbikarnum í Safamýri í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 1 ÍR
ÍRingar veittu Frömurum verðuga keppni í kvöld og létu heimamenn hafa fyrir hlutunum allar níutíu mínúturnar.
Nokkrir lykilmenn voru ekki með ÍR í kvöld þar á meðal Viktor Örn Guðmundsson. Hver var ástæða þess?
„Ég vildi hvíla Viktor fyrir laugardaginn. Og það sama á við um Axel Kára og það var eins og sást á liðinu líka. Það voru margir ungir sem fengu tækifæri í dag og þeir sýndu að þeir eiga heima í liðinu og mér fannst bara gott að fá þau svör í dag.“
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir