West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að Minteh vill yfirgefa Newcastle
Mynd: Newcastle United
Mynd: EPA
Táningurinn Yankuba Minteh er gríðarlega eftirsóttur og mun líklega yfirgefa Newcastle United í sumar.

Minteh er 19 ára kantmaður frá Gambíu, sem á 20 ára afmæli í sumar, og gerði frábæra hluti á láni hjá Feyenoord í hollensku deildinni á síðustu leiktíð.

Hann skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 37 leikjum með Feyenoord og vill skipta til félags þar sem hann fær loforð um spiltíma með aðalliðinu.

Bakary Bojang, umboðsmaður Minteh, hefur tjáð sig um málið.

„Við höfum náð samkomulagi um samningsmál við eitt félag. Núna ræður Newcastle ferðinni," sagði Bojang, en talið er að Newcastle vilji fá um 20 milljónir punda fyrir táninginn eftir að hafa keypt hann frá OB í Danmörku fyrir 7 milljónir í fyrra.

„Það er rétt að Newcastle er reiðubúið til að selja leikmanninn ef félaginu berst nægilega gott tilboð."

Minteh hefur verið orðaður við AS Roma, Everton og Marseille á síðustu dögum en fleiri félög eru talin vera áhugasöm.
Athugasemdir
banner
banner
banner