Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 23. júlí 2022 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Inter og Milan töpuðu
Mynd: EPA
Radonjic, sem var á láni hjá Hertha á síðustu leiktíð, skoraði tvennu í sínum fyrsta æfingaleik með Torino.
Radonjic, sem var á láni hjá Hertha á síðustu leiktíð, skoraði tvennu í sínum fyrsta æfingaleik með Torino.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

AC Milan og Inter eru ekki að byrja undirbúningstímabilið sérlega vel en þau töpuðu bæði leikjum sínum í dag.


Milan lenti þremur mörkum undir á fyrsta hálftímanum gegn ungverska liðinu Zalaegerszegi en Olivier Giroud náði að minnka muninn fyrir leikhlé.

Sterku liði Milan tókst ekki að skora annað mark fyrr en undir lokin en það dugði ekki til. Lokatölur 3-2.

Inter tapaði þá fyrir Lens þar sem Lois Openda sem er nýgenginn í raðir franska félagsins gerði eina mark leiksins á 90. mínútu.

Zalaegerszegi 3 - 2 AC Milan
1-0 M. Ubochioma ('2)
2-0 A. Mocsi ('24)
3-0 M. Tajti ('27)
3-1 Olivier Giroud ('30, víti)
3-2 Rade Krunic ('86)

Lens 1 - 0 Inter
1-0 Lois Openda ('90)

Roma gerði þá jafntefli við Nice þar sem Frakkarnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en sjálfsmark frá Mario Lemina, fyrrum leikmanni Southampton, jafnaði leikinn í síðari hálfleik.

Torino lagði þá Tyrklandsmeistara Trabzonspor að velli þar sem nýi leikmaðurinn Nemanja Radonjic skoraði tvennu með stuttu millibili.

Fiorentina og Atalanta unnu þægilega heimasigra gegn neðrideildaliðum áður en Porto sigraði Mónakó.

Roma 1 - 1 Nice
0-1 Bilal Brahimi ('41)
1-1 Mario Lemina ('55, sjálfsmark)

Trabzonspor 0 - 3 Torino
0-1 Nemanja Radonjic ('20)
0-2 Nemanja Radonjic ('22)
0-3 Demba Seck ('55)

Fiorentina 4 - 0 Triestina
1-0 Cristiano Biraghi ('6)
2-0 Sofiane Amrabat ('9, víti)
3-0 Riccardo Saponara ('14)
4-0 Giacomo Bonaventura ('43, víti)

Atalanta 4 - 0 Como
1-0 Jeremie Boga ('66) 
2-0 Ederson ('69)
3-0 N. Zortea ('88)
4-0 Sam Lammers ('89)

Porto 2 - 1 Mónakó 
1-0 M. Taremi ('67)
2-0 Galeno ('71)
2-1 Wissam Ben Yedder ('90, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner