Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gil og Reguilón ekki með í æfingaferð Tottenham
Mynd: EPA
Bryan Gil og Sergio Reguilón fara ekki með Tottenham í æfingaferð til Japan og Suður-Kóreu. Þeir eru að vinna hörðum höndum að því að finna sér ný félög.

Reguilón er 27 ára vinstri bakvörður sem hefur leikið á láni hjá Brentford, Manchester United og Atlético Madrid síðustu tímabil en hann á í heildina 67 leiki að baki fyrir Tottenham.

Gil er 23 ára kantmaður sem hefur verið hjá Valencia og Sevilla á lánssamningum undanfarin misseri, eftir að hafa spilað 43 leiki í Tottenham treyju.

Reguilón á eitt ár eftir af samningi á meðan Gil er ennþá með tvö ár.

Tottenham er reiðubúið til að selja þessa leikmenn með miklum afslætti, þar sem Reguilón á lítið eftir af samningi og Gil hefur ekki tekist að hrífa með frammistöðu sinni undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner