Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tielemans hjálpaði til við að sannfæra Onana
Tielemans og Onana eru liðsfélagar hjá Belgíu og núna líka hjá Aston Villa.
Tielemans og Onana eru liðsfélagar hjá Belgíu og núna líka hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Amadou Onana var í gær kynntur sem nýr leikmaður Aston Villa en félagið kaupir belgíska landsliðsmiðjumanninn frá Everton á 50 milljónir punda.

„Ég mun spila í Meistaradeildinni aftur og það er virkilega spennandi," segir þessi 22 ára leikmaður sem spilaði fyrir nokkrum árum með Lille í keppninni.

„Liðið er einnig með stjóra, Unai Emery, sem er einn sá besti í bransanum og ég tel að hann geti komið spilamennsku minni upp á næsta stig."

Onana bætti því við að liðsfélagi hans hjá belgíska landsliðinu og miðjumaður Villa, Youri Tielemans, hefði átt sinn þátt.

„Youri spilaði stóra rullu í því að ég sé kominn hingað því hann sagði mér marga góða hluti um félagið," segir Onana.

Hann lék allar mínútur Belgíu á EM í Þýskalandi og verður í eldlínunni með Villa í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner