Amadou Onana var í gær kynntur sem nýr leikmaður Aston Villa en félagið kaupir belgíska landsliðsmiðjumanninn frá Everton á 50 milljónir punda.
„Ég mun spila í Meistaradeildinni aftur og það er virkilega spennandi," segir þessi 22 ára leikmaður sem spilaði fyrir nokkrum árum með Lille í keppninni.
„Liðið er einnig með stjóra, Unai Emery, sem er einn sá besti í bransanum og ég tel að hann geti komið spilamennsku minni upp á næsta stig."
„Ég mun spila í Meistaradeildinni aftur og það er virkilega spennandi," segir þessi 22 ára leikmaður sem spilaði fyrir nokkrum árum með Lille í keppninni.
„Liðið er einnig með stjóra, Unai Emery, sem er einn sá besti í bransanum og ég tel að hann geti komið spilamennsku minni upp á næsta stig."
Onana bætti því við að liðsfélagi hans hjá belgíska landsliðinu og miðjumaður Villa, Youri Tielemans, hefði átt sinn þátt.
„Youri spilaði stóra rullu í því að ég sé kominn hingað því hann sagði mér marga góða hluti um félagið," segir Onana.
Hann lék allar mínútur Belgíu á EM í Þýskalandi og verður í eldlínunni með Villa í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir