Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fös 23. ágúst 2024 11:04
Elvar Geir Magnússon
Reikna út 100% líkur á að Víkingur fari í Sambandsdeildina
Nikolaj Hansen reynir að skora sirkusmark.
Nikolaj Hansen reynir að skora sirkusmark.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigur Víkings hefði getað orðið enn stærri.
Sigur Víkings hefði getað orðið enn stærri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eftir 5-0 sigur Víkings gegn Santa Coloma frá Andorra hefur tölfræðisíðan Football Meets Data reiknað út að það séu 100% líkur á því að Íslandsmeistararnir klári dæmið og komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingur hafði óhemju mikla yfirburði í gær og sigurinn hefði getað orðið mun stærri. Það eru ekki tölfræðilegir möguleikar á að Víkingur klúðri því að komast áfram og sjálfur sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings að stórslys þyrfti til að liðið færi ekki áfram í deildarkeppnina.

Það eru tvö önnur lið í umspili fyrir Sambandsdeildina sem eru talin alveg örugg áfram en það eru Cercle Brugge frá Belgíu og Omonoia frá Kýpur.

Seinni leikur Santa Coloma og Víkings verður næsta fimmtudag og daginn eftir verður svo dregið hvaða lið munu mætast. Eins og við höfum fjallað um þá er búið að leggja riðlakeppnina af og liðin keppa öll sín á milli í 36 liða deild þar sem 24 lið komast í útsláttarkeppni.

Víkingur mun leika sex leiki á móti sex mismunandi andstæðingum. Hvert lið fær þrjá heimaleiki og þrjá útileiki.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma


Athugasemdir
banner
banner
banner