Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Held að Mendy sé búinn í læknisskoðun
Mynd: Getty Images
Frank Lampard telur líklegt að senegalski markvörðurinn Edouard Mendy verður kynntur sem nýr leikmaður Chelsea á næstu dögum.

Þetta sagði Lampard í viðtali eftir 6-0 sigur Chelsea gegn Barnsley í deildabikarnum fyrr í kvöld, þökk sé þrennu frá Kai Havertz.

„Ég held að Mendy sé búinn í læknisskoðun en ég er ekki alveg viss. Ég ætla að vera varkár og ég vil ekki staðfesta neitt fyrr en ég sé hann persónulega, vonandi á næstu 24 tímum," sagði Lampard.

Mendy er 28 ára gamall markvörður og mun berjast við Kepa Arrizabalaga og Willy Caballero um byrjunarliðssæti.

Chelsea hefur verið á eftir honum í nokkrar vikur og er talið greiða um 20 milljónir evra.

Mendy var aðalmarkvörður hjá Reims áður en hann gekk í raðir Rennes fyrir síðustu leiktíð. Þar fékk hann einnig sæti í byrjunarliðinu og þótti standa sig afar vel. Hann á átta landsleiki að baki fyrir Senegal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner